Add your deal, information or promotional text

New snacks on sale now for a limited time! Use code NEW for 15% off.

Um okkur

Hversu oft hefurðu heyrt spurninguna „Hvað á að vera í matinn?“
Við höfum allavega spurt hana margsinnis og heyrt enn oftar. 

Við lifum á þannig tíma að það eru allir mjög uppteknir og mikill asi á okkur oft á tíðum. Tíminn sem við verjum í að reita af okkur hárið og reyna að finna svar við þessari spurningu er gríðarlega mikill og væri mun betur varið í að eiga skemmtileg samskipti við fjölskyldu og maka þess í stað. 

Hvernig væri að geta verið heima í faðmi fjölskyldu, maka eða jafnvel svermað fyrir tilvonandi maka með gourmet máltið sem krefst lítillar fyrirhafnar?

Það finnst okkur allavega vera gulls ígildi þannig að tveir gamlir vinir og miklir sælkerar tóku á það ráð að leysa þetta með því að stofna gourmet.is sem er eins konar veitingastaður á netinu. Við viljum geta eytt nokkrum kvöldum í viku í annasömu lífi okkar til að njóta æðislegara máltíðar með fjölskyldu, með lítilli fyrirhöfn og þurfa ekki að arka út í búð með enn einn innkaupalistann.

Við höfum með okkur í liði frábæra kokka sem galdra fram girnilegar uppskriftir og hanna réttina með okkur.  Þanig getum við boðið upp á meirháttar góða og vel samansetta rétti sem leika við bragðlaukana.

Vonandi að þú kunnir að meta þessa þjónustu og auka tímann sem þú getur notið áhyggjulaust og mettað þig og þína nánustu.

Skálum fyrir betri og jákvæðari tímum. 

 

Mbk.
Elma & Bjarni -  Fundararnir

----

Gourmet er rekið af B Thors ehf kt. 680519 0210 Vsk.nr. 135413
Verslunin er hýst í Grandagarði 2, 101, Reykjavik

Leitaðu á gourmet.is